Kallinn á kassanum

Við höfum hlustað á kallinn á kassanum í hátt á annann áratug gaspra og gagnrýna hvað eina sem gert hefur verið. Stundum hefur kallinn á kassanum haft rétt fyrir sér, en stundum hefur hann skaðað þjóð sína, eins og til dæmis í fjölmiðlamálinu þegar hann fékk vin sinn forsetann til að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Það varð til þess að útrásarvíkingarnir höfðu algera stjórn á fjölmiðlunum, og í skjóli þeirra gátu þeir farið offari án þess að hafa aðhald frá fjölmiðlunum, og ekki bara það Baugur rak heilann stjórnmálaflokk ( Samspillinguna) í skjóli frá umfjöllun fjölmiðlana. Á síðustu árum hef ég hlustað með meiri athygli á kallinn á kassanum en áður, þrátt fyrir að hafa andúð á kommúnisma. Ég var nefnilega orðin sannfærður um að kallinn á kassanum væri heiðarlegur hugsjónamaður, en því hafði maður ekki átt að venjast hjá vinstrimönnum. Kallinn á kassanum sagði að við ættum að skila láni IMFA og losna undan ægivaldi þeirra, kallinn á kassanum sagðist líka aldrei samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Það var svo margt sem kallinn á kassanum sagði sem mér fannst vit í eins og að kjör eldriborgara og öryrkja yrðu ekki skert, og skuldsettum heimilum yrði komið til bjargar. En kallinn á kassanum var bara að ljúga, hann meinti ekkert af þessu, heldur þvert á móti. Þetta er dapurleg staðreind kallinn á kassanum var að gaspra þetta til að öðlast völd og ekki síður til að komast í betri laun sjálfur, enda fégráðugur maður með afbrygðum. Honum er samt vorkunn hann er í fornbílaklúbbnum á gamlann fornbíl og það kostar sitt viðhaldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ómar Sigurðsson
Ómar Sigurðsson
Allt mannlegt læt ég mér koma við
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 33566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband