5.3.2013 | 10:19
´Fallkandidad farinn.
Ég verð nú bara að segja eins og er, ekki sakna ég Halldórs. Ég vona að hann fari í Samfylkinguna þá styrkjumst við en Samfó veikist.
Segir sig úr Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...enda flækjast óþægilegir almúgamenn bara fyrir attaníossum elítunnar - í sókninni gegn heimilunum!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 10:38
Flott, þá er ljóst hvaða hópi þú tilheyrir í FLokknum. Völd umfram málefni.
Bara að ná völdum, koma sínu fólki að , komast á jötuna. Hafna öllu sem snýr að almenningi. Enda má sjá forgangsatriðin á meðan Frammaranir eru að taka ykkur á umræðunni um heimilin, þá á að lækka áfengiskaupaaldurinn og lækka tryggingagjaldi. Svo er á sama tíma er gert eins og lítið úr mál vegna verðtryggingarinnar.
Það er ljóst þegar og ef þið komist til valda, þá koma peningarmennirnir sem eru búnir að bíða með sína peninga í skattaskjólum, ykkar fólk, til landsins eftir að FLokkurinn er búinn að gefa heimild um að nú megi fjárfesta.
þá fer allt á fullt, verðtryggingin látin halda sér, vextir á fullt og allt hækkar.
Allt brennur hjá almenningi á meðan þeir sem verða á jötunni sitja og sjúga sitt FLokkssnuð.
Enda gaman að sjá að einn af fyrrverandi ráðuneytisstjórum sem þið réðuð, sem síðar sat í fangelsi, gat unnið sem yfirmaður hjá Ríkinu en hagnast sem aldrei fyrr.
Það gátu ekki aðrir starfsmenn hjá ráðuneytinu sem ég þekki.
Dularfullt.
Sigfús (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 10:51
Ómar,
ef þú heldur að fylgi (S) muni aukast bara af því að Halldór Gunnarsson gengur úr flokknum og ef aðrir sjálfstæðismenn og flokkurinn halda það sama, þá eigið þið skilið fylgishrunið og að vera í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil og jafnvel lengur.
Það eru aðeins tvö aðalmál kjósenda í kosningunum í vor:
1. Stoppa aðlögunarferilinn með bindandi þjóðaratkvæði
2. Afnema verðtrygginguna
Allt annað eru aukamál, og mismunandi skoðanir á þeim málum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.