23.1.2012 | 22:35
Sjóferð með H.M.S. Ólínu Í.S.
Sjóferð með H.M.S. Ólínu. Í.S.
Ég hef ég sífellt verið að finna áhugaverð og uppbyggjandi áhugamál. Kanna nýja lendur sem gagnast manni á þroskabrautinni.Nú nýlega fór ég í sérlega skemmtilega sjóferð á H.M.S. Ólínu Í.S. en það er Barkur sem flaggar hentifána á Íslandi, en er gerður út frá Brussel. H.M.S. Ólína er komin til árana sinna en ber sig nokkuð vel. Barkurinn er málaður rauður, hann er með stórt perustefni, sem á sínum tíma hefur verið of stórt því það er farið að síga nokkuð, en haldið uppi með tveim vönntum og híft upp með vantastrekkjurum. Skipið er nokkuð skrítið í laginu miðað við nútímaskip sem ganga núorðið fyrir grænmeti, en þetta gengur fyrir hamborgurum og pylsum. Það er breiðast um miðjuna og er með nokkuð mikinn skut en þar er staðsettur þyrlupallur. Fyrir neðan þyrlupallinn er pústið. Þegar siglt er á lensi slær fnyk frá pústinu upp á þilfarið. Þegar við lögðum frá var dúnalogn, en samt titraði "Barkurinn" stafna milli. Þegar um borð var komið hóf upp raust sína Hljóðgervill, og sagði að um borð í barkinn væri geðbilaðir óvelkomnir og myndu sveltir, enda væri það stefna skipafélagsins að vilja ekkert með svoleiðis fólk hafa , og alls ekki gamalmenni. Ef það héldi sér ekki saman yrði það samstundis sent á Litlahraun, eða Sogn. Ég ákvað að hafa hljótt um mig, enda var rödd hljóðgervilsinns hvöss málmkennd, og talaði í miklum frekjutón. Eins gott að þegja hugsaði ég. Við fórum í stutta sjóferð, eftir að ég hafði beðið sjóferðabæn fyrir H.M.S. Ólínu á minnþekkta kurteisa hátt. Það vakti athygli mína að þó það væri blankalogn valt dallurinn, og stampaði ógurlega. Eftir að hafa verið skipsstjóri í áratugi varð ég allt í einu sjóhræddur og bað um að H.M.S. Ólínu yrði snúið til hafnar. Hljóðgervillinn skammaði mig fyrir aumingjaskapinn og ég hundskaðist í land. Ég var áðan að kíkja á H.M.S. Ólínu. Og viti menn. Hún veltur enn og stampar við bryggjuna, í landfestunum. Merkilegt fyrirbæri þessi Barkur.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.