5.12.2010 | 00:25
Varðhundar kerfisinns
Langþráður draumur vinstrimanna rættist eftir síðustu kosningar. Mynduð var hrein tær vinstristjórn. Nú skyldi alþýða þessa lands leidd til valda, kerfið skyldi skorið upp og kjör alþýðunar, öryrkja og aldraðra bætt, áhersla lögð á jöfn tækifæri allra til menntunar og staðið yrði sérstakur vörður um heilsugæsluna.
Fólk skyldi leitt til öndvegis, bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldu þurfa að bukta sig og beygja fyrir þegnum þessa lands. Ekki væri inn í myndini að Íslenskar fjölskyldur þyrftu að greiða skuldir óráðsíumanna, Icsafe yrði aldrei greitt af Íslenskum fjölskyldum.
Hvað fór úrskeiðis? Þessi draumur vinstrimannsinns hefur breytst í mjög slæma martröð.
Nú er svo komið að hrunið var barnaleikur á við það sem á eftir hefur komið. Steingrímur Joð berst fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga í Icsafe málinu, og ætlar að senda reikninginn á Íslenskar fjölskyldur. Ég hélt að þær þyrftu á einhverju öðru að halda um þessar mundir en bakreikning óráðsíumanna.
Það er líka ljóst að fjarmálastofnanir landsins eru þessum þreytta ráðherra, hugstæðari en venjulegt heiðarlegt, fjölskyldufólk sem þarf að heygja sína baráttu við þessar stofnanir eitt síns liðs og hróp þess ,um hjálp er eins og að hrópa í miðri eyðimörkinni eftir vatni. Enginn skilningur, engin hjálp.
Hinn stjórnarflokkurinn Samfylkingin er upptekinn af sínum innri hneykslismálum, eins og að enn sitja ráðherrar í ríkisstjórninni sem voru í hrunstjórninni, meira að segja Forsætisráðherrann sjálfur. Þvílík hneysa. Enda eru vinnubrögðin eftir því, Samspillingin er varðhundur Evrópusambandsinns, og gerir allt sem hún getur til að hneppa Íslendinga í fátæktargildru Evrópu. Og það á sama tíma og formaður Evrópusambandsinns óttast að sambandið sé að liðast í sundur, sem það mun eflaust gera á endanum.
Það er lífsspursmál fyrir okkur Íslendinga að losna við þessa duglausu ríkisstjórn áður en við sökkvum dýpra. Ég vara við þeim hræðsluáróðri sem stjórnvöld hafa beitt að það sé ekki til neitt betra til að taka við.
Það sem mun gerast er að það mun spretta upp fjöldahreyfing venjulegs fólks, námsmanna, aldraðra, öryrkja og hinns vinnandi manns. Það er fólkið sem verður að axla ábyrgð og taka völdin til sín. Það er svo komið að það er skammaryrði að vera vinstrimaður, , svo maður tali nú ekki um ósköpin að vera bendlaður við jafnaðarmenn. Þessi hugtök eru ónýt með öllu og gjör breyta þarf hugsunarhætti fólks í þessum efnum.
Þessarar ríkisstjórnar verður seint saknað, hennar verður minnst sem stjórn hafta, biðraða eftir mat, eignamissis heiðarlegs fjölskyldufólks, hrun heilsugæslunar, og menntakerfisinns. , og langtíma atvinnuleysis. Nú þurfum við að sameinast um að reka óværuna út úr Alþingishúsinu, og sameinast um að byggja upp afl fólksinns. Það eina sem þarf er fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Allir á Austurvöll.
Ómar Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.