6.4.2010 | 17:31
Samfylkingin er alltaf söm við sig
Það er alveg með ólíkindum hvað Dagur B. Eggertsson og co. er ómerkilegt lið. Það er alveg aukaatriði hjá honum hvort borgin efni samninga sína. Ég ætla rétt að vona að þessi dapri Dagur sé að kvöldi kominn í pólitíkinni.
Samningur um stækkun golfvallar samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get glatt þig með því að Dagur er bara rétt að hefja sinn glæsta stjórnmálaferil.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2010 kl. 18:09
hólmfríður ætti frekar að horfa að leiðarljós , sem er jú reyndar eins og samfylkingin. Frekar en að reyna gleðja fólk með bæði niðurdrepandi fréttum um að dagur sé veruleikafirrtur og lygum í raun því það vita allir að Dagur á ekki glæstan feril framundan. Og að hún skuli taka samfylkinguna fram yfir leiðarljós þó svo að hún eigi að vita að það er uppljóstrun á hún hafi verið heilaþvegin. Nei Ómar ekki kvíða neinu, samfylkingin er sprungin bóla sem lofar öllu en efnir ekkert.
Hafþór skúlason (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 18:16
Dagur B er eitthvert það ómerkilegast og það ofmetnasta sem komið hefur fram í pólitíkinni síðustu tugi ára, hann getur ekki farið í viðtal og talað um málefni öðruvísi en að þylja útúr sér rumsu orða sem koma málunum ekkert við, hann heldur að það sé nóg að tala tungum og koma með vel greitt hárið til að það "meiki sens".
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 18:48
Dagur er rétt að byrja. Samfylkingin er bara að segja endurskoðum þetta því það er dýrt að gera þetta og lögbundin grunnþjónusta er skert. það er dýrt að stunda golf svo ef á það á að styrkja íþróttir þá á frekar að styrkja félög sem eru með öflugt ungmennastarf og ódýrt fyrir alla.
Natan Kolbeinsson, 6.4.2010 kl. 20:14
Natan segir það vera dýrt að stunda golf og að frekar eigi að styrkja félög sem hafi öflugt ungmennastarf og ódýrt fyrir alla.
Árgjaldið í GR fyrir 14 ára og yngri er 26.500kr árið 2010. Ég veit dæmi um tvöföld slíkt árgjöld fyrir iðkun annarra íþrótta innan viðurkenndra íþróttafélaga í Reykjavík. Hlutverk sveitafélaganna er fyrst og fremst að sjá fyrir aðstöðu, það er löngu ljóst að það skortir aðstöðu til golfiðkunar eins og langir biðlistar sína og golfið verður fjölmennasta almenningsíþrótt Íslendinga á næstu árum og áratugum.
Ég sé ekki betur en Reykjavíkurborg sé að sleppa þokkalega vel frá þessu ef upphafleg loforð hafa verið upp á 450 milljónir en niðurstaðan verður rétt rúmlega helmingur af því, það er nú aldeilis niðurskurður. Og þessar framkvæmdir munu svo skapa störf einnig og ekki veitir af.
Pétur F. (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.