Hvað eiga hagsmunssamtök heimilana við?

Ég get vel skilið það fólk sem vill fá leiðréttingu á lánum sínum sem hafa hækkað um helming, á þess að þetta ágæta fólk hafi getað átt von á því. Í mínum huga er engin spurning að Ríkisstjórn Íslands verður að koma þessu fólki til bjargar annars erum við að festa í sessi fátækt, sem þessir einstaklingar eiga enga leið út úr. Hinsvegar set ég spurningu um köpuryrði samtakana út í þá sem ekki hafa tekið lán síðustu ár. Mikið af því ágæta fólki eru eldri borgarar, sem hafa jafnvel alla æfina sparað og látið sig vanta það sem þeir áttu ekki fyrir að kaupa, frekar en taka lán. Það er ekki við þetta ágæta fólk að sakast, og ómaklegt að kalla það fjármagnseigendur þó það hafi á langri æfi sparað til þess að þurfa ekki að vera upp á aðra komin í ellinni. Til að ná breiðfylkingu um réttlátar lagfæringar á lánum fólks þurfa allir að standa saman. Við eigum öll, hvort sem við skuldum eða ekki, að standa saman í því að knýja þessa Ríkisstjórn til þess að standa við stóru orðin og slá alvöru skjaldborg um þessar fjölskyldur.
mbl.is Blása til kröfufundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fyndist nú að þetta væri rétti tímin til að afmá verðtryggingu og vísitölur.

Því ef við förum Esb er ekki til svona dæmi og við erum síðasta banannalýðveldið sem er með verðtryggingu og allar þessa vísitölur og það eiga bara að vera fastir vextir.

ingibjörg Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:37

2 identicon

Skil ekkert í þessu rugli. Eru menn ekki upp fyrir haus að reyna að gera sitt besta. Þurfum ekki á fleiri kverúlentum að halda.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, hvaðan hefur þú það að Hagsmunasamtök heimilanna séu að argast út í eldri borgara?  Við höfum oft lýst yfir stuðningi við þeirra baráttu fyrir bættum kjörum, bætur fyrir tjón sitt vegna tapað sparnaðar og margt fleira.  Tvisvar höfum við mótmælt við þingnefndir skerðingum sem ríkisstjórnin hefur látið bitna sérstaklega á þessum hópi.  Hitt er annað mál, að margir eldri borgarar eru sterk efnaðir og sá hópur telst af þeim sökum til fjármagnseigenda.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa aldrei agnúast út í þá sem ekkert skulda, bara óskað eftir skilningi.  Við teljum að barátta okkar sé fyrir allan lántaka sem eru að greiða af lánum sínum  og munu greiða af lánum sínum á komandi árum.  Nú barátta okkar fyrir afnámi verðtryggingar fjárskuldbindinga mun að okkar mati stuðla að meira jafnvægi í þjoðfélaginu og koma því öllum til góða.

Ég tek heilshugar undir að með samstöðu þá munum við hafa sigur í baráttu okkar.  Áfangasigrar hafa unnist, en við teljum ekki nógu langt gengið.

Marinó G. Njálsson, 7.1.2010 kl. 16:19

4 identicon

Takk fyrir þetta svar Marinó. En samt er einu ósvarað. Er eitthvað að því þó einhverjir eldri borgarar séu sterkefnaðir, ef þeir hafa komist í álnir á heiðarlegann hátt? Eigum við ekki að samgleðjast þeim? Og svo hitt ef þú lest fréttina er talað um skjaldborg fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að í fréttini er talað neikvætt um sparifjáreigendur? Mér fynnst nefnilega gæta ákveðinnar meinfýsni út í þá sem hafa farið vel með sitt. Það er ekki heillavænlegt. Til að koma í veg fyrir að annað eins eigi sér stað og við höfum nú upplifað verðum við að fara betur með og ekki taka lán nema í brýnni neyð, það er sá lærdómur sem við verðum að draga af þessu.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:00

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, það er ekkert að því að fullt af fólki sé sterk efnað.  Ég vona bara að sem flestir séu vel efnaðir.  Líklegast hefur hver sinn mælikvarða.  Minn auður er í fjölskyldu minni og góðri heislu.

Marinó G. Njálsson, 7.1.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ómar Sigurðsson
Ómar Sigurðsson
Allt mannlegt læt ég mér koma við
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband