Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kallinn á kassanum

Við höfum hlustað á kallinn á kassanum í hátt á annann áratug gaspra og gagnrýna hvað eina sem gert hefur verið. Stundum hefur kallinn á kassanum haft rétt fyrir sér, en stundum hefur hann skaðað þjóð sína, eins og til dæmis í fjölmiðlamálinu þegar hann fékk vin sinn forsetann til að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Það varð til þess að útrásarvíkingarnir höfðu algera stjórn á fjölmiðlunum, og í skjóli þeirra gátu þeir farið offari án þess að hafa aðhald frá fjölmiðlunum, og ekki bara það Baugur rak heilann stjórnmálaflokk ( Samspillinguna) í skjóli frá umfjöllun fjölmiðlana. Á síðustu árum hef ég hlustað með meiri athygli á kallinn á kassanum en áður, þrátt fyrir að hafa andúð á kommúnisma. Ég var nefnilega orðin sannfærður um að kallinn á kassanum væri heiðarlegur hugsjónamaður, en því hafði maður ekki átt að venjast hjá vinstrimönnum. Kallinn á kassanum sagði að við ættum að skila láni IMFA og losna undan ægivaldi þeirra, kallinn á kassanum sagðist líka aldrei samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Það var svo margt sem kallinn á kassanum sagði sem mér fannst vit í eins og að kjör eldriborgara og öryrkja yrðu ekki skert, og skuldsettum heimilum yrði komið til bjargar. En kallinn á kassanum var bara að ljúga, hann meinti ekkert af þessu, heldur þvert á móti. Þetta er dapurleg staðreind kallinn á kassanum var að gaspra þetta til að öðlast völd og ekki síður til að komast í betri laun sjálfur, enda fégráðugur maður með afbrygðum. Honum er samt vorkunn hann er í fornbílaklúbbnum á gamlann fornbíl og það kostar sitt viðhaldið.

Landsbankinn rústir einar.

Það er alveg grátlegt hvernig komið er fyrir Landsbanka Íslands. þessi banki er ekki bara að glíma við útlendinga sem töpuðu peningunum sínum í bankanum. Heldur stendur bankinn í stríði við nánast alla sína gömlu viðskiptavini. Gríðarlegt svindl og svínarí hefur þrifist í bankanum og gerir enn. Á hverjum degi bætist við eitthvað hneyksli. En er það eitthvað skrítið? Nei það er nefnilega ekkert skrítið. Sama fólkið og plataði okkur og setti Þjóðina á hausinn situr þarna enn, edli þessa fólks hefur ekkert breytst, það kann öll trikkin og mun nota þau aftur, þess vegna er alls ekki hægt að treysta Landsbankanum, sennilega fer hann lóðbeint á hausinn aftur, en þá mun ríkisstjórnin ekki geta tryggt innistæðurnar vegna I.M.F. Svo það er best að forða sér.

« Fyrri síða

Höfundur

Ómar Sigurðsson
Ómar Sigurðsson
Allt mannlegt læt ég mér koma við
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 33402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband