Ekki gæfulegur þessi

Þarna kristallast vandamálið. Það eru formsatriðin, en ekki útkoman. Þessi göng eru glórulaus, og þessi exel gæi að norðan á villigötum.
mbl.is Segir rangt farið með tilvitnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hljómar svolítið einkennilega að það þurfi vísindamenn til að komast að því hvort veggjöld um Vaðlaheiðargöng standi undir kostnaði við fjármögnun. Með grunnskóla prósentu reikningi kemur í ljós að því fer víðs fjarri.

Áætlaður kostnaður við gerð ganganna er 10.000.000.000 eða tíuþúsund milljónir sem eiga að greiðast á 20 árum, það þýðir að á hverju ári þarf að greiða 500.000.000 í afborganir. Ekki fást þessir peningar ókeypis og reiknast mér til að hvert prósentustig í vöxtum geri 100.000.000. Samkvæmt ávöxtunarkröfu líeyrissjóða þarf ávöxtun að vera 3,5% en það gerir 350.000.000 á ári.

Hverjar verða tekjurnar af þessu ævintýri? Niðurstöður úr teljara sem vegagerðin hafði í Víkurskarði árið 2005, gefa eftirfarandi niðurstöður. Meðalunferð í janúar voru 478 bílar á sólarhring, í febrúar voru á ferðinni 602 bílar á sólarhring í mars voru þeir 815, í apríl 773, í maí 917, í júní 1.381 í júlí 2.024 í ágúst 1.823, í september 884 í október 658 í nóvember 632 og í desember 640. Ef reiknað er með að allir þeir bílar sem fara um Víkurskarð mundu fara um göngin, mætti reikna með að meðaltalsumferð á dag yfir árið væri u.þ.b. 970 bílar á sólarhring. Ég dreg það reyndar stórlega í efa að vegfarendur greiði háar upphæðir til að spara sér örfáa kílímetra að sumarlagi.

Áætlaður kostnaður bara vegna fjármögnunarinnar var kominn í 850.000.000 milljónir í afborganir og vexti samanlagt og gerir það því tekjuþörf 2.300.000 hvern einasta dag ársins

Ef við sleppum öllum öðrum rekstrarkostnaði, þyrfti því hver ferð að kosta 2.400 krónur, mér er stórlega til efs að margir greiði þá upphæð til að spara sér örfáa kílómetra í akstri þegar heiðin er snjólaus.

Þess ber auk þess að geta að á árinu 2005 þegar vegagerðin gerði þessa talningu, kostaði ekki hver lítri af eldsneyti ekki um 250 krónur og hefur eflaust dregið úr umferð þarna eins og annars staðar á landinu.

Kjartan Sigurgeirsson, 8.1.2012 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ómar Sigurðsson
Ómar Sigurðsson
Allt mannlegt læt ég mér koma við
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband