Þvílíkur auli er þessi kona.

Það er alveg með ólíkindum aumingjadómurinn, að geta verið stolt af Samfylkingunni. Enn sitja tveir ráðherrar í ríkisstjórninni sem voru í hrunstjórninni, Jóhanna og Össurauk þess er Kristján Muuller enn á þingi. Alþýðuflokkurinn var spilltasti flokkur landsinns og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Samspillingin er daprasta pólitíska afkvæmi spillingarinnar.
mbl.is Kaus öðruvísi og er stolt af því segir Jónína Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Geturðu rökstutt þessa fullyrðingu?

Mér finnst þú misskilja algjörlega lýðræðið. Þingmenn eru óbundnir kjósendum sínum og eiga að fá að vera í friði að velja milli valmöguleika eftir eigin sannfæringu.

Þú ættir að biðja þessa hugrökku þingkonu afsökunar á móðgandi og ósmekklegri yfirlýsingu!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.9.2010 kl. 12:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jónína Rós var ekki í stöðu til að ákæra neina aðra ráðherra en þá sem tilgreindir voru af þingmannanefndinni.

Og það gerði hún.

Hún hefur áreiðanlega byggt þá ákvörðun sína á þeim skilningi að þegar skip strandar á skeri þá sé það ekki skerinu að kenna.

Það er hinsvegar afdráttarlaus skilningur allra sjalfstæðismanna að það hafi verið skerinu en ekki mönnunum í brúnni að kenna að þjóðarskútan strandaði.

En sjallar vilja reyndar engin sjópróf.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 13:06

3 identicon

þú gleymir einu Árni

Villuljósin sem áhøfn þjódarskútunar sáu á landi (skerinu) urdu til ad áhøfnin taldi sig vera á réttri kós og sofnadi þar af leidandi á verdinum og sigldi í strand, ræningjarnir sem kveiktu villuljósin (útrásarvíkingarnir og flr) stálu því verdmætasta úr skútuni og létu sig hverfa, eftir situr skipstjórinn med allan feilinn og ákærurnar fyrir strandid, audvitad hefdi hann og hans áhøfn átt ad rýna betur í sjókortin, þad er þeira feill, ekki saknæmt en alvarlegur feill engu ad sídur, en í stadin fyrir ad hengja hann og jafnvel áhøfn og útgerd væri kannski nær og elta uppi villuljósa ræningjana og þeirra  og draga þá fyrir løg og rétt, og koma ránsfengnum í hendur réttmætra eigenda þad er ad segja þjódarinnar. þad er mín réttlætis tilfynning um sjópróf og mér segir svo hugur ad meiri sátt yrdi í þjódfélaginu ef þessi leid yrdi farin.

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 14:25

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Arnfinnur: Hvorki þú né ég mun verða kvaddur til sem meðdómari í þessu sjóprófi.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 14:27

5 identicon

Addragandi og forsenda þessa sjóprófs hefdi aldrei átt ad eiga sér stad því hluti af þeim sem standa ad sjóprófunum eru partur af áhøfnini sjálfri. 

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 14:35

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er venja við sjópróf að vitni séu leidd fram til skýrslutöku og oftast eru það áhafnarmeðlimir.

Sjódómurinn er aldrei skipaður meðlimum áhafnar. 

Landsdómurinn er fjölskipaður og flestir búnir að sitja þar lengi. 

Geir Haarde hefur reynslu af því að mótmæla dómi Hæstaréttar ef honum fellur ekki niðurstaðan, s. br. dóminn um sölu ríkisins á ÍAV.

Það hafa reyndar fleiri fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokks gert. 

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ómar Sigurðsson
Ómar Sigurðsson
Allt mannlegt læt ég mér koma við
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband